Næsti leikur meistaraflokks Knattspyrnufélags Fjallabyggðar verður gegn Víkingi frá Reykjavík á Ólafsfjarðarvelli, fimmtudaginn 8. ágúst kl. 19:15. Leikurinn verður án efa erfiður en Víkingar hafa sterkt og reynslumikið lið og eru í 2. sæti deildarinnar og ætla sér upp í úrvalsdeild. KF er í þriðja neðsta sæti, með 14 stig, jafn mörg og Þróttur.

Víkingar styrktu sig í lok félagsskiptagluggans, en þeir fengu Hollendinginn Robin Nijman, og Pál Olgeir Þorsteinsson í láni frá Breiðablik. Robin þykir fljótur og leikinn kantmaður og getur leikið á báðum köntum.

Allir á völlinn á fimmtudaginn og hvetja sitt lið.