Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur leik í 1. deild karla í knattspyrnu á fimmtudaginn kemur, gegn liði Fjölnis. Þetta verður erfiður útileikur á Fjölnisvelli. Lið KF ætlar að leggja allt í sölurnar og stefnir að því að reyna halda sæti sínu í deildinni og telja þeir sig þurfa 24 stig til þess. Allt kapp verður lagt í að fá sem flest stig á heimavelli, og með hjálp áhorfenda er allt mögulegt.

Fim. 09. maí 16:00 1. deild karla Fjölnisvöllur Fjölnir KF