Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur gegn BÍ/Bolungarvík í 1. deild karla í knattspyrnu á miðvikudaginn kl. 18:30. Leikurinn fer fram á Ólafsfjarðarvelli og búast má við erfiðum leik. BÍ/Bolungarvík er í 6. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum frá toppsætinu. KF er hins vegar ennþá í fallsæti og þarf á stigum að halda.