KF leikur á Fjölnisvelli – Umfjöllun í boði Arion banka

Arion banki í Fjallabyggð er styrktaraðili fréttaumfjallana um Knattspyrnufélag Fjallabyggðar í sumar.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsækir Vængi Júpiters laugardaginn 9. júní. Leikurinn fer fram á gervigrasi Fjölnis í Reykjavík kl. 14:00. Þetta er fimmti leikur liðanna á Íslandsmótinu í sumar, en hvorugu liðinu hefur tekist að sýna sitt rétta andlit, og ekki náð í þau úrslit sem lagt var upp með í byrjun móts. KF hefur aðeins unnið einn leik og tapað þremur og Vængir Júpiters hafa ekki unnið leik ennþá, en gert eitt jafntefli og tapað þremur. Segja má að liðið sé þó búið að vera mæta sterkum liðum í fyrstu umferðum mótsins. Liðin mættust í þriðju deildinni á síðasta ári og voru þar miklir markaleikir.  KF sigraði þá heimaleikinn 5-0 og Vængir Júpiters sigruðu sinn heimaleik 5-3. Ljóst er að bæði lið þurfa sigur í þessum leik til að komast frá botni deildarinnar, og má búast við fjörugum leik.