KF keppir í hádeginu á laugardag
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætir Þrótti úr Vogum í 3. deild karla laugardaginn 10. júní næstkomandi. Leikurinn hefst kl. 12.00 og er það breytt tímasetning , en hún er tilkomin vegna dagskrár sjómannadagshátíðarinnar í Ólafsfirði. Hvetjum við heimamenn og gesti þeirra til að mæta og styðja strákana, en þeir geta ekki beðið eftir að hefna ófaranna í síðasta leik. Tólfti maðurinn getur skipt sköpum. Áfram KF!
UMFÞ eða Ungmennafélagið Þróttur var stofnað árið 1932. Þeir eru með einu stigi meira en KF en hafa skorað mun færri mörk, eða aðeins 5 mörk í fjórum leikjum. Þá hafa þeir aðeins fengið á sig 3 mörk í þessum leikjum og má því búast við erfiðum leik. KF hefur skorað 9 mörk og fengið á sig 13 í fyrstu fjórum umferðunum. KF leikur nú tvo heimaleiki í röð, en næsti leikur á eftir þessum er á móti KFG þann 18. júní.