Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætir Berserkjum á Ólafsfjarðarvelli næstkomandi laugardag kl. 14:00, í 3. deild karla. Í tilkynningu frá KF eru allir íbúar Fjallabyggðar hvattir til að mæta á völlinn og hvetja strákana til dáða.
Fyrstu tveir leikirnir hafa sýnt að 3. deildin verður erfið í sumar og mikilvægt að njóta góðs stuðnings áhorfenda, jafnt heima sem heiman. – Segir formmaður KF.
KF hefur unnið einn leik og tapað einum og er þetta þriðja umferð Íslandsmótsins. Lið Berserkja er án stiga í neðsta sæti, hefur skorað eitt mark og fengið á sig ellefu mörk. Berserkir komu upp úr 4. deildinni í fyrra og eru nýliðar í 3. deild.