KF-Keflavík

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur gegn úrvalsdeildarliði Keflavíkur í Lengjubikar karla n.k. laugardag kl. 16 í Reykjaneshöllinni. Búast má við erfiðum leik en KF hefur leikið 5 leiki, gert eitt jafntefli og tapað fjórum. Keflavík hefur unnið einn leik og gert tvö jafntefli. KF hefur skorað þrjú mörk í keppninni en fengið á sig 18.