KF jafnaði í blálokin gegn Ægi

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Ægi í 2. deild karla á Ólafsfjarðarvelli í gær. Ægismenn byrjuðu leikinn vel og fengu vítaspyrnu á 8. mínútu og úr henni skoraði Sverrir Garðarsson. Á 37. mínútu komst Ægir í 0-2 með marki frá Þorkeli Þráinssyni. Staðan var því góð fyrir gestina í hálfleik, 0-2. Í síðari hálfleik misstu Ægismenn mann útaf á 63. mínútu og léku einum færri til leiksloka. KF náði að nýta sér liðsmunin í lok leiksins og skoruðu á 84. mínútu með marki frá Marko Blogojevic. Á þriðju mínútu uppbótartíma skoraði Edin Beslija fyrir KF með marki úr vítaspyrnu. Leiknum lauk því með 2-2 jafntefli á Ólafsfjarðarvelli. 172 áhorfendur vru á vellinum. KF er í 5. sæti með 8 stig eftir sex leiki.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.