KF í riðli með Austurlands liðum í Lengjubikar

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar drógst með fjórum liðum frá Austurlandi í riðlakeppni Lengjubikars karla í knattspyrnu. KF leikur í B-deild karla leikur í riðli 4. Í riðlinum með KF eru, Einherji, Leiknir Fáskrúðsfirði, Fjarðabyggð, Höttur og Völsungur. Leikið verður í febrúar og mars 2018. Áætlað er að KF leiki alla leiki nema einn í Boganum á Akureyri, en lokaleikurinn yrði gegn Hetti á Fellavelli á Fljótsdalshéraði.

Leikin verður einföld umferð. Sigurvegarar riðlanna komast í úrslitakeppni mótsins.

Drög að leikjum KF liggja fyrir:

sun. 25. feb. 18 16:00 Völsungur – KF Boginn
lau. 03. mar. 18 16:00 KF – Einherji Boginn
sun. 18. mar. 18 15:00 KF – Leiknir F. Boginn
sun. 25. mar. 18 15:00 KF – Fjarðabyggð Boginn
fim. 29. mar. 18 14:00 Höttur – KF Fellavöllur