KF í góðum séns að fara upp um deild

Óvænt úrslit urðu í 2. deild karla í kvöld, KV úr vesturbænum tapaði fyrir Aftureldingu úr Mosfellsbæ, 1-2 á KR vellinum. KF er nú í 5. sæti með 33 stig og getur náð 2. sæti vinni það HK á laugardaginn á útivelli.

Það eru fjórir gríðarlega mikilvægir leikir eftir hjá KF, vinni þeir alla leikina  þá komast þeir upp í 1. deild karla í knattspyrnu. KF á eftir útileik við HK, heimaleik við Njarðvík, heimaleik við Gróttu og útileik gegn Gróttu. Núna er bara að mæta á völlinn og hvetja sína menn, hvar sem þeir keppa.

1 Völsungur 18 11 4 3 29  –  18 11 37
2 HK 18 10 4 4 36  –  22 14 34
3 KV 19 10 4 5 34  –  20 14 34
4 Afturelding 19 11 1 7 42  –  40 2 34
5 KF 18 9 6 3 38  –  20 18 33