KF heldur áfram að semja við lykilmenn

Sævar Gylfason og Ljubomir Delic hafa skrifað undir nýjan samning við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.
Sævar Gylfason er fæddur 2000 og kom hann til KF árið 2019 og hóf sinn meistaraflokksferil. Sævar hefur spilað 35 leiki og skorað í þeim 5 mörk fyrir KF. Hann hefur einnig leikið 5 leiki í deildarbikar og skorað 5 mörk. Sævar spilaði upp yngri flokkana með KA á Akureyri.
Ljubomir Delic er frá Serbíu og er fæddur 1995. Ljubomir hefur nú sest að í Ólafsfirði með eiginkonu sinni. Ljubomir kom fyrst til KF árið 2017 og hefur haldið tryggð við félagið. Ljuba hefur spilað 74 leiki fyrir félagið og hefur skorað í þeim 20 mörk. Ljubomir hefur hingað til aðeins leikið í bikarkeppninni og Íslandsmótinu fyrir KF, þar sem hann hefur komið rétt fyrir Íslandsmótið til landsins. Það má því búast við að hann taki þátt í fyrsta sinn í deildarbikar og öðrum keppnum í vor með liðinu í fyrsta sinn.