Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Þrótti í Vogum í 4. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. Það eru ChitoCare Beauty og Siglufjarðar apótek sem eru aðalstyrktaraðilar að allri umfjöllun um KF í sumar.

KF og Þróttur mættust á Vogaídífuvellinum á Vogum í Vatnsleysuströnd, heimavelli Þróttara í dag. Þróttur var í 7. sæti deildarinnar fyrir leikinn eftir einn sigur, jafntefli og tap í fyrstu þremur leikjunum en KF var í neðsta sæti eftir þrjá ósigra.

Þjálfari KF gerði þrjár breytingar frá síðsta leik og voru Adil Kouskous, Aron Elí Kristjánsson og Alex Máni Garðarsson komnir í byrjunarliðið en þeir höfðu verið á bekknum í síðasta leik en flestir komið inná sem varamenn. Vitor og Sævar Þór voru enn á bekknum en stuðningsmenn bíða eftir að þeir sjáist meira í byrjunarliðinu.

Umfjöllun:

Það voru heimamenn sem byrjuðu af krafti og skoruðu strax á 2. mínútu leiksins, sannkölluð draumabyrjun, en það var fyrirliði Þróttar, Adam Árni Róbertsson sem skoraði markið.

KF hélt sínu skipulagi þrátt fyrir þetta mark og gáfu ekki mörg færi á sér. Þróttarar lokuðu vel svæðum og var staðan 1-0 í hálfleik, en tveir leikmenn heimamanna kræktu sér þó í gul spjöld í fyrri hálfleik.

Grétar Áki fyrirliði KF lét strax vita af sér í síðari hálfleik og var kominn með gult spjald á 50. mínútu.

Dagbjartur Búi Davíðsson kom inná á 54. mínútu hjá KF fyrir Akil De Freitas. Önnur skipting hjá KF á 70. mínútu þegar Sævar Þór Fylkisson kom inná fyrir Marinó Snæ Birgisson. KF lagði nú allt í að reyna koma inn marki og jafna leikinn.

Þjálfari KF gerðu svo lokaskiptinguna á 83. mínútu þegar Jón Frímann og Vitor voru sendir inná fyrir Þorstein Má og Ljubomir Delic.

Heimamenn spiluðu fast og sóttu tvö önnur spjöld á lokamínútum leiksins en héldu út og unnu nauman sigur, 1-0.

KF liðið átt mun betri leik núna en í síðasta leik og voru óheppnir að ná ekki að setja eitt mark.

Liðið er sem fyrr í neðsta sæti eftir tap í fjórum fyrstu leikjunum.

Liðið á heimaleik gegn KV í næstu umferð á Sjómannadagsleiknum, þann 3. júní.

Það eru tveir frábærir styrktaraðilar sem gera okkur kleyft að halda úti öflugri íþróttaumfjöllun í Fjallabyggð og styðja nú við umfjöllun um alla leik KF í deild og bikar í sumar.

Takk Siglufjarðar Apótek og ChitoCare beauty.