Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Sindra á Hornafirði í 8. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. Liðin voru á svipuðum stað í deildinni þegar kom að þessum leik og mátt búast við jöfnum leik miðað við byrjun liðanna á Íslandsmótinu.
Það vantaði nokkra í leikmannahóp KF í þessum leik, en Ljuba Delic, Þorsteinn Már, Örn Elí og Adedayo Adekoya voru ekki á leikskýrslu. Það voru því aðeins fjórir leikmenn tiltækir á bekknum, meðal annars Agnar Óli Grétarsson.
Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.
Umfjöllun:
Marinó Snær Birgisson bar fyrirliðabandið fyrir KF í þessum leik eins og í síðustu leikjum og Chad Smith var í markinu. Hann hefur leikið vel frá því hann kom til liðsins í vor. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik.
Sindri gerði eina breytingu í hálfleik og KF sótti tvö gulspjöld í fyrstu mínútum í síðari hálfleik þegar hart var barist um boltann. Kristofer Hernandez uppalinn leikmaður Sindra kom þeim svo yfir á 58. mínútu, hans þriðja mark í deildinni í sumar. Staðan 1-0 fyrir heimamenn og rúmur hálftími eftir. Sindri gerði tvær skiptingar skömmu eftir markið og settu ferska menn inná.
Jordan Damachoua jafnaði fyrir KF á 68. mínútu með góðu marki. Hans þriðja mark í deildinni í sumar, en hann er öflugur miðjumaður og leikinn með boltann.
KF gerði tvær skiptingar á síðustu 15 mínútum leiksins, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Lokatölur 1-1 og liðin fylgjast enn að í deildinni.