Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Sindra á Hornafirði, laugardaginn 15. júlí á Íslandsmótinu í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Jökulfellsvellinum á Höfn. Það eru ChitoCare Beauty og Siglufjarðar apótek sem eru aðalstyrktaraðilar að allri umfjöllun um KF í sumar.

Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið í fallbaráttunni. KF gat með sigri komist í fyrsta sinn úr fallsæti í deildinni frá því hún hófst í vor. Aðeins einu stigi munaði á liðunum og á KF enn leik til góða gegn Völsungi.

Upphitun:

Liðin höfðu mæst 11 sinnum í deildarkeppninni síðan 2014 og hafði Sindri unnið 6 leiki, KF unnið 4 leiki og einn farið jafntefli. Sindri vann síðasta leik liðana í voru, 2-3 á Ólafsfjarðarvelli.

UMF Sindri voru með tvo leikmenn í banni í þessum leik vegna gulra spjalda. Sindri var ósigrað í síðustu þremur umferðum mótsins, höfðu gert tvö jafntefli og einn sigur. Þar á bæ er unnið hörðum höndum að koma ungum strákum í verkefni með meistaraflokki og voru þrír strákar fæddir 2007 á bekknum í þessum leik.

Einhver meiðsli eru hjá KF og vantaði nokkra fastamenn í hópinn í dag. Halldór Ingvar þjálfari KF var til taks sem varamarkmaður í þessum leik eins og undanfarna leiki. Aðeins fjórir útileikmenn voru til taks að þessu sinni á varamannabekk KF.

Umfjöllun:

Það voru heimamenn á Hornafirði sem settu fyrsta markið á 27. mínútu, Kjartan Einarsson með sitt fyrsta mark fyrir félagið. Á þriðju mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks þá skoraði Sindri aftur og leiddu 2-0 í hálfleik.

Þjálfari KF gerði eina skiptingu í hálfleik og kom Dagbjartur Davíðsson inná fyrir Breka Egilsson.

KF byrjaði síðari hálfleik af krafti og skoruðu strax á 48. mínútu með marki frá Akil De Freitast. Hans annað mark í 8 deildarleikjum fyrir KF. Þetta gaf liðinu smá líflínu og kraft í síðari hálfleik.

Sindri skoraði svo sitt þriðja mark á 75. mínútu og komust í 3-1. KF náði ekki að skora meira og vann Sindri 3-1 sigur í þessum leik.

Núna eru 4 stig á milli Sindra og KF í deildinni, en KF á leik inni gegn Völsung.

Næsti leikur KF er útileikur gegn Völsungi, 22. júlí. Þriðjudaginn 25. júlí er svo heimaleikur gegn KFA.

Það eru tveir frábærir styrktaraðilar sem gera okkur kleyft að halda úti öflugri íþróttaumfjöllun í Fjallabyggð og styðja nú við umfjöllun um alla leik KF í deild og bikar í sumar.

Takk Siglufjarðar Apótek og ChitoCare beauty.