KF heimsótti Njarðvík – Umfjöllun í boði Siglufjarðar apóteks og ChitoCare Beauty

Umfjöllun um leiki KF eru í boði Siglufjarðar apóteks og ChitoCare Beauty sem eru aðalstyrktaraðilar, smellið á tenglana til að sjá vöruframboðið og þjónustu þeirra á netinu.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Njarðvík á Reykjanesi í 8. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla. Leikurinn fór fram á Rafholtsvellinum en völlurinn var í góðu standi en rokið hafði áhrif á leikinn. Það vantaði nokkra fastamenn í lið KF, en Halldór markmaður var ekki á leikskýrslu, þá vantaði Ljubomir Delic og Hákon Leó. Grétar Áki var kominn í byrjunarliðið og bar fyrirliðabandið. Javon Sample spilaði sinn fyrsta leik fyrir KF í dag, en hann er markmaður sem kom til liðsins í vor frá Einherja, en hefur verið að bekknum fram til þessa.

Lið Njarðvíkur var ósigraði í fyrstu 7 leikjum deildarinnar, hafði unnið 2 leiki og gert 5 jafntefli. Þjálfari liðsins er Bjarni Jóhannsson sem þjálfað hefur mörg lið úr efstu deild og hefur mikla reynslu í þjálfun.

Njarðvíkingar voru með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og nýttu það vel. Þeir skoruðu strax á 7. mínútu en markið gerði Kenneth Hogg, staðan 1-0. Aðeins nokkrum mínútum síðar skoraði Kenneth aftur og var staðan orðin 2-0 eftir tæpar 10 mínútur. Njarðvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu þeir 2-0 í hálfleik.

KF var með vindinn í bakið í síðari hálfleik og voru meira með boltann og náðu að skapa sér ágætis stöður og færi. KF minnkaði muninn þegar tæpar 20 mínútur voru eftir af leiknum þegar Marinó Birgisson skoraði, og var staðan orðin 2-1 og meiri spenna komin í leikinn. Oumar Diouck var sprækur í framlínunni og bjó til mörg færi og ógnaði vörn Njarðvíkur. Andi Morina var einnig líflegur í seinni hálfleik, en hékk oft of lengi á boltanum í stað þess að senda hann fyrr frá sér.

KF fékk nokkur ákjósanleg færi í síðari hálfleik á síðustu fimmtán mínútunum en inn vildi boltinn ekki. KF var meira með boltann í síðari hálfleik og vantaði herslu muninn að jafna leikinn. Njarðvík fékk þó nokkrar skyndisóknir sem hefðu getað endað með marki.

KF er í 7. sæti eftir þennan ósigur eftir 8 leiki, en liðið hefur unnið 3 leiki, gert tvö jafntefli og tapað tveimur. Er þetta fyrsti útileikurinn sem liðið tapar í sumar í deildinni.

KF leikur við Fjarðabyggð á Ólafsfjarðarvelli á miðvikudaginn kl. 18:00.