Íslandsmótið í 2. deild karla í knattspyrnu er nú hafið og keppti KF við KFG í 1. umferðinni og fór leikurinn fram á Samsungvellinum í Garðabæ.
KF mætti með sitt sterkasta lið, en Sævar Þór Fylkisson byrjaði óvænt á bekknum.
KFG gerði fyrsta mark leiksins á 18. mínútu þegar vítaspyrna var dæmt á brot innan teigs. Tæpum 20 mínútum síðar skoraði KFG sitt annað mark og voru komnir í góða stöðu 2-0, og var það staðan í hálfleik.
Þjálfari KF gerði eina breytingu í leikhlé og kom nýr leikmaður inná, Jonas Benedikt en hann er nýkominn til félagsins. Útaf fór Marinó Snær. Jonas stimplaði sig strax inn í leikinn og var kominn með gultspjald tveimur mínútum eftir að hann kom inná.
Önnur skipting KF kom á 59. mínútu þegar Vitor Vieira fór útaf fyrir Aron Elí. Agnar Óli kom svo inná fyrir Jordan Damachoua sem var á gulu spjaldi. Fá færi voru hjá KF og kom Sævar Þór inná á 80. mínútu fyrir Akil De Freitas.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og unnu heimamenn 2-0 sigur í þessum leik.