Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Knattspyrnufélag Austfjarða í 16. umferð Íslandsmótsins, en liðið leikur í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. KFA var um  miðja deild fyrir þennan leik og gat með sigri blandað sér aftur í toppbaráttuna. Liðið er nýbúið að hafa þjálfaraskipti og einnig komið með nýjan erlendan leikmann. KFA hafði tapað þremur deildarleikjum í röð fyrir þennan leik.

KF þurfti sannarlega á öllum stigunum að halda til að komast úr fallsæti, en liðið hefur ekki unnið útileik í deildinni í sumar og var því á brattan að sækja. KF var einnig komið með nýjan erlendan leikmann, og var hann í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og lék sinn fyrsta leik á Íslandi. Hann Victor Perez lék í treyju númer 23 í þessum leik. Á bekknum hjá KFA var fyrrum leikmaður KF, sóknarmaðurinn Julio Cesar, sem átti mjög gott tímabil með KF fyrir tveimur árum.

Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.

Upphitun:  KFA lék í 4-3-3 í þessum leik og voru hættulegir fram á við. Hjá KF var stillt um reynslumiklu liði, en enn eru þó nokkur meiðsli og leikbönn og ekki fullur leikmannahópur til að velja úr. Ljubomir Delic er enn fjarverandi og munar um minna. Akil byrjaði á bekknum og einnig var Dóri þjálfari þar sem varamarkmaður. Þorsteinn Már Þorvaldsson var fyrirliði KF í þessum leik. Jón Frímann og Vitor voru í leikbanni í þessum leik og því ekki í hóp.

Umfjöllun: KFA spilaði fast í fyrri hálfleik og náðu sér í þrjú gul spjöld. Fyrsta mark leiksins kom um miðjan fyrri hálfleik og var það mark heimamanna. Eiður Ragnarsson skoraði sitt 8 mark í deildinni fyrir KFA og átti hann eftir að eiga góðan leik og skapa hættu á hægri kanntinum. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn.

Bæði lið gerðu skiptingu á 70. mínútu, en Agnar Óli kom inná fyrir Jonas Benedikt hjá KF.  Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum gerði KFA tvö mörk með stuttu millibili, en á 79. mínútu kom annað markið, staðan orðin 2-0. Eftir markið gerði þjálfari tvöfalda skiptingu og fór Sævar Þór og Victor Perez útaf fyrir Anton Karl og Akil.  Á 81. mínútu kom þriðja markið, staðan 3-0 fyrir heimamenn og stutt eftir. Þjálfari KF gerði loka skiptinguna og kom Þorgeir Tryggvason inná fyrir Alex Mána.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og unnu heimamenn góðan sigur og fór KF því heim án stiga og útlitið orðið erfitt í deildinni.

KF er enn fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni en liðið leikur næst heimaleik gegn Víkingi úr Ólafsvík. Sex umferðir eru eftir og 18 stig í pottinum og enn getur allt gerst.

 

Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.