KF heimsótti Kára – Umfjöllun í boði Siglufjarðar apóteks

Umfjöllun um leiki KF eru í boði Siglufjarðar apóteks. Pantaðu lyfin og snyrtivörurnar beint af netinu!

Íslandsmótið í 2. deild karla í knattspyrnu hófst á föstudaginn og lýkur á morgun. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Kára á Akranesi og var leikið í Akraneshöllinni. Búist var við erfiðum leik en KF hafði aðeins unnið 1 leik af síðustu 6 gegn Kára, en tveir enduðu í jafntefli. Jafnan hefur verið mikið skorað í þessum leikjum. Við vorum með upphitun fyrir leikinn með þessari frétt.

KF byrjaði með sitt sterkasta lið og byrjaði þríeykið inná, Ljuba, Oumar og Sachem sem áttu allir eftir að koma við sögu í leiknum. Þá var nýr leikmaður liðsins Cameron Botes í byrjunarliðinu.

Það var Oumar Diouck sem kom KF yfir í upphafi fyrri hálfleiks, eða á 12. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu og stað því orðin 0-1.

Heimamenn komu hinsvegar sterkir til baka og jöfnuðu leikinn og komust svo yfir á stuttum kafla, staðan var því 2-1 í hálfleik fyrir Kára. Mörkin komu frá reynsluboltanum Jóni Vilhelm Ákasyni og hinum 17 ára Gabríel Þórðarsyni.

Gestirnir úr Fjallabyggð mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og uppskáru fljótlega jöfnunarmark sem Sachem gerði glæsilega, og staðan orðin 2-2.

Kári missti Andra Júlíusson af velli þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum þegar hann fékk sitt annað gula spjald, og settu KF strákarnir allt í sóknina til að reyna knýja fram sigurmarkið.

Nokkrum mínútum fyrir leikslok kom svo þriðja mark KF og sigurmarkið. Ljuba var þar að verki og tryggði þar með dýrmætan sigur á þessum erfiða útivelli.

Frábær frammistaða hjá þríeykinu í framlínunni.

Siglufjarðar Apótek