Umfjöllun um leiki KF í sumar hafa verið í boði ChitoCare Beauty og  Siglufjarðar apóteks sem eru aðalstyrktaraðilar, smellið á tenglana til að sjá vöruframboðið og þjónustu þeirra á netinu. Fyrirtækin tvö hafa gert það mögulegt að hafa veglegar lýsingar með öllum deildar- og bikarleikjum KF í ár. Þökkum kærlega fyrir allan stuðninginn.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Hauka á Ásvöllum í lokaumferð Íslandsmótsins. Fyrri leikur liðanna var sannkölluð markaveisla á Ólafsfjarðarvelli, en KF vann 5-0. Þau úrslit gefa þó ekki rétta mynd af liði Hauka. Liðin voru að mestu að leika fyrir heiðurinn en hvort liðið átti möguleika að komast upp eða vera í fallsæti.

Þjálfari KF gerði nokkrar breytingar frá síðasta leik. Javon Sample er kominn í markmannsstöðuna og byrjaði hann leikinn, en enginn varamarkmaður var á bekknum í þessum leik.

KF byrjaði leikinn af krafti og skoruðu strax á 6. mínútu þegar Oumar Diouck skoraði sitt 11. mark í deildinni í sumar og kom KF yfir. Markið kom eftir að Haukar spiluðu úr markspyrnu og KF pressaði hátt og vann boltann ofarlega á vellinum og Oumar fékk góða sendingu og var óvaldaður á vítateig Hauka.

Heimamenn voru ekki lengi að jafna en aðeins fimm mínútum síðar þá kom jöfnunarmarkið sem Ísak Jónsson gerði, ungur leikmaður Hauka og hans fyrsta mark í sumar, markið kom eftir hornspyrnu og KF tókst ekki að hreinsa í teignum. Staðan orðin 1-1. Tíu mínútum eftir jöfnunarmarkið skoraði Ljubomir Delic og kom KF aftur yfir, staðan orðin 1-2 og fjórða deildarmark Ljuba í sumar. Markið kom eftir frábæran sprett hjá Atla Snæ sem náði að senda fyrir og Ljuba náði frákasti og góðum snúning og smellti boltanum upp í netið. Frábært mark.

Birkir Már Hauksson varnarmaður KF meiddist á 36. mínútu og kom Hákon Leó inn fyrir hann. Heimamenn áttu svo hrað sókn á 44. mínútu sem endaði með marki eftir góða fyrirgjöf frá vinstri kanti, og aftur var Ísak Jónsson á ferðinni. Staðan var því 2-2 þegar liðin gengu inn til leikhlés.

Síðari hálfleikur var rólegri enn sá fyrri en Haukar byrjuðu þó á skiptingu strax í hálfleik og annari á 57. mínútu. KF gerði skiptingu á 65. mínútu þegar Marinó Snær kom inná fyrir Þorstein Má Þorvaldsson. Rúmum tíu mínútum fyrir leikslok kom svo Andi Morina inná fyrir Atla Snæ hjá KF. Lokaskiptingin var svo á 88. mínútu þegar Theodore Develan Wilson (Sachem) kom inná fyrir Nikola Kristinn.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og endaði leikurinn 2-2.  KF enda því í 5. sæti deildinnar með 35 stig, sem er 9 stigum meira en á síðasta tímabili þegar liðið endað í 6. sæti.

Liðið hefur núna náð stöðuleika í 2. deildinni og hafa bætt sig heilmikið sem lið og eru nálægt því að berjast um efstu sætin.

Það verður gaman að sjá hvaða erlendu leikmenn liðsins taka slaginn á næsta ári og hvaða nýju leikmenn bætast við.