Umfjöllun um leiki Knattspyrnufélags Fjallabyggðar í vor og sumar verða í boði Siglufjarðar apóteks sem eru aðalstyrktaraðili.
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Ægi í Þorlákshöfn í 7. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla í knattspyrnu. Ægir var í toppbaráttunni fyrir þennan leik og voru ósigraðir eins og Njarðvík. KF var fyrir neðan miðja deild og hafa enn ekki náð flugi og tengja saman sigra. Nenad Zivanovic er þjálfari Ægis, en hann lék með KF á árunum 2012-13.
Leikurinn byrjaði fjörlega og var heimamenn fljótir að skora og komust yfir strax á 5. mínútu leiksins. KF strákarnir voru ekki lengi að jafna og skoraði Þorvaldur Daði Jónsson á 12. mínútu og jafnaði leikinn í 1-1.
Ægismenn fengu fleiri færi í fyrri hálfleik og komust aftur yfir á 35. mínútu og bættu þriðja markinu við á 44. mínútu og var því staðan orðin erfið fyrir KF í hálfleik, 3-1.
Heimamenn gerðu eina skiptingu í hálfleik og tvær um miðjan síðari hálfleik. Þjálfari KF gerði tvöfalda skiptingu á 71. mínútu þegar Julio Fernandes og Sævar Fylkisson komu útaf fyrir Atla Snæ og Marinó Birgisson.
KF minnkaði muninn í 3-2 á 79. mínútu þegar Sævar Gylfason skoraði gott mark. KF lagði allt kapp á að jafna leikinn en heimamenn skoruðu tvö mörk í lokin, en þeir komust í 4-2 á 88. mínútu og í 5-2 á 93. mínútu.
KF fékk sárabótarmark þegar dómarinn dæmdi vítaspyrnu á 95. mínútu, en Atli Snær Stefánsson skoraði úr vítinu og minnkaði muninn í 5-3 en það urðu lokatölur leiksins.
Fjörugur leikur fyrir áhorfendur og mikið af mörkum, en KF er enn í 7. sæti eftir þetta tap og hafa aðeins sigrað einn leik í deildinni í fyrstu sjö umferðunum. KF voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk í þessum leik, en svona er nú fótboltinn.