KF heimsækir Tindastól

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsækir Tindastól á Sauðárkrók í dag kl. 14:00. Liðin eigast við í Lengjubikarnum. Stólarnir hafa leikið tvo leiki í riðlinum og eru án sigurs en KF hefur leikið einn leik en þeir unnu Augnablik örugglega 0-3. Leikurinn fer fram á Sauðárkróksvelli og verður umfjöllun um leikinn hér á síðunni að leik loknum.