Fyrsta æfingamót vetrarins er hafið og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar tekur þar þátt eins og undanfarin ár. Kjarnafæðismótið er mikilvægt mót fyrir liðin á Norður- og Austurlandi, en það er Knattspyrnudómarafélag Norðurlands sem heldur mótið. Liðin mega notast við óskráða leikmenn sem eru til reynslu hjá liðunum, þar sem mótið er ekki skipulagt af KSÍ og þeirra reglum. Það verður því áhugavert að sjá hvort KF sé með einhverja nýja leikmenn á reynslu í þessum leikjum.

KF hefur leik gegn Þór en liðin mætast í hádegisleik, sunnudaginn 18. desember kl. 12:15. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu Boganum á Akureyri. Fjallað verður um alla leiki KF hér á síðunni.

Önnur lið sem eru í 2. riðli A-deild með KF eru Þór, KA-2, Magni og KFA.

Tveir leikir hafa þegar farið fram í riðlinum, en KA-2 unnu KFA 1-3 og Þór vann KA-2 með stórsigri 0-4.

Leikaplanið hjá KF er svona:

  • KF-Þór þann 18. des
  • Magni – KF þann 6. jan.
  • KF-KA-2 þann 20. jan.
  • KFA-KF  þann 28. jan.