KF gjörsigraði Hamarsmenn á Ólafsfjarðarvelli í gær

KF 5-0 Hamar:
1-0 Sigurbjörn Hafþórsson (’22)
2-0 Sigurbjörn Hafþórsson (’31)
3-0 Gabríel Reynisson (’39)
4-0 Agnar Þór Sveinsson (’43)
5-0 Kristján Vilhjálmsson (’85)

Rautt spjald: Ellert Eiríksson ’65, (Hamar)

KF vann stórsigur í gærkvöld á Ólafsfjarðarvelli. Þeir komust í 4-0 í fyrri hálfleik og skoraði Sigurbjörn Hafþórsson tvö fyrstu mörkin. Á 65 mínútu var Ellert Eiríksson rekinn útaf og KF menn því einum fleiri það sem eftir lifði leiks. Á  85. mínútu komust svo KF í 5-0 og voru það einnig lokatölur.

Hamarsmenn hefðu með sigri getað komist í 1.sætið en það gerðist ekki. Hamar er í 2. sæti eftir leikinn og KF í 7. sæti.

Áhorfendur voru 250 og dómari leiksins var Þóroddur Hjaltalín.