KF gerir nýjan styrktarsamning við Nikulás

Stuðningsmannafélagið Nikulás og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hafa undirritað nýjan styrktarsamning fyrir árið 2014. Samningurinn er gríðarlega þýðingamikill fyrir KF enda Nikulás einn af stærstu stuðningsaðilum félagsins. Þetta kemur fram á kfbolti.is

Nikulásarmenn eiga mikinn heiður skilið fyrir fórnfýsi í þágu íþróttafélaganna í sveitafélaginu enda vandfundir jafn afkastamiklir og þrautseigir stuðningsmannaklúbbar sem styrkja á jafn breiðum grunni og Nikulás hefur gert.

Stuðningsmannafélagið Nikulás var stofnað árið 1990 og hefur allar götur síðan þá verið gríðarlega mikilvægur hlekkur fyrir knattspyrnuna í sveitafélaginu. Því miður ríkir óvissa um framhald Nikuláss sem hugsanlega leggst af áður en langt um líður og yrði það gríðarlegt áfall fyrir íþróttastarf í Fjallabyggð.

Nikulás mynd

Heimild:KFbolti.is