KF gerði jafntefli við Völsung
KF og Völsungur léku á Ólafsfjarðarvelli 19. júlí í 2. deild karla í knattspyrnu.
Nenad Zivanovic kom KF yfir með marki á 19. mínútu leiksins áður en Stefán Jón Sigurgeirsson jafnaði metin fyrir Völsung aðeins níu mínútum síðar. Staðan var því jöfn 1-1 í hálfleik.
Marko Blagojevic kom Völsung yfir í síðari hálfleik á 55. mínútu leiksins og var útlit fyrir að Völsungur færi með sigur af hólmi.
Sigurbjörn Hafþórsson sá þó til þess að svo færi ekki og jafnaði metin fyrir KF um fjórum mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu 2-2. KF er í 4. sætinu eftir leikinn. Næsti leikur KF er gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ laugardaginn 28. júlí.
Þann 18. júlí spilaði svo 3 .flokkur KF/Tindastóls gegn Völsungum og endaði leikurinn 3-0 fyrir KF/Tindastól.
KF 2 – 2 Völsungur
- 1-0 Nenad Zivanovic (’19 )
- 1-1 Stefán Jón Sigurgeirsson (’28 )
- 1-2 Marko Blagojevic (’55 )
- 2-2 Sigurbjörn Hafþórsson (’86 )