Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Víkingur áttust við í gær á Ólafsfjarðarvelli í 1. deild karla í knattspyrnu. Víkingar komust yfir með marki á 13. mínútu úr vítaspyrnu, en Igor Taskovic skoraði. Staðan var 0-1 í hálfleik og þjálfari KF ekki sáttur með gang mála og gerði tvær skiptingar nánast strax í byrjun seinni hálfleik.
Víkingur skoraði aftur á 64. mínútu og komst í 0-2 með marki frá Aroni Elís. KF gerði svo tvö mörk á sex mínútum og jafnaði leikinn með mörkum frá Teiti og Þórði. Á 72. mínútu var svo Jóni Björgvini vísað af leikvelli og KF því manni færri síðustu mínúturnar. Niðurstaðan var svo 2-2 jafntefli og KF nú með 15 stig eftir 15 leiki.
Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.