Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og KA léku í kvöld á Akureyrarvelli. KF var í fallsæti fyrir leikinn KA um miðja deild.

Fyrri hálfleikur var rólegur en KF fékk þó nokkur ágæt færi sem ekki nýttust. Staðan var jöfn í hálfleik og fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 82. mínútu en það gerði Jón Björgvin fyrir KF, staðan 0-1 og skammt eftir. KA menn jöfnuðu á 89. mínútu en það gerði Brian Gilmour, en hann hafði áður misnotað vítaspyrnu. KA missti þó mann útaf á 55. mínútu með rautt spjald og þjálfari KF fékk einnig rautt spjald á 90. mínútu.

525 áhorfendur voru á Akureyrarvelli í kvöld og verður það að teljast góð mæting. KF fékk dýrmætt stig og fara tímabundið úr fallsæti, en ef Þróttur vinnur Tindastól þá galopnast fallbaráttan.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.