KF gerði jafntefli við Hvíta Riddarann

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék við Hvíta Riddarann í Lengjubikarnum í gær. Leikurinn fór fram á Varmárvelli en Hvíti Riddarinn leikur í 4. deild karla. KF mætti með lítinn hóp í þennan leik, aðeins tveir varamenn á bekknum. Hvíti Riddarinn skoraði fyrstu tvö mörkin, en þeir komust yfir á 19. mínútu og aftur skömmu eftir leikhlé. KF tókst að minnka muninn í 2-1 á 58. mínútu með marki frá Val Reykjalín, en jöfnunarmarkið kom svo á 85. mínútu, en það var Aksentije Milisic sem tryggði KF eitt stig úr þessum leik. Valur og  Aksentije skoruðu  báðir einnig í síðasta leik gegn Tindastóli.

Þá gerði Tindastóll 3-3 jafntefli við Berserki í sama riðli og eru nú KF og Tindastóll jöfn með 2 stig eftir 2 leiki í 3-4 sæti. Næsti leikur KF er gegn Njarðvík þann 19. mars í Reykjanesbæ.