Leik Knattspyrnufélags Fjallabyggðar og Hauka var að ljúka rétt í þessu á Ólafsfjarðarvelli. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Staðan var 0-0 í hálfleik, en á 58. mínútu skoraði Jón Björgvin fyrir KF, en sex mínútum síðar skoraði Úlfur Hrafn fyrir Hauka og jafnaði leikinn í 1-1 og þannig urðu lokatölur. Dómarinn gaf fimm gul spjöl í leiknum, tvo þeirra til KF og þrjú á Hauka. 200 áhorfendur voru á leiknum.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.