KF gerði jafntefli við Gróttu

Grótta tók á móti KF á Gróttuvelli þann 10. júlí í 10. umferð í 2. deild karla í knattspyrnu. KF gat með sigri blandað sér í toppbaráttuna en Grótta er rétt fyrir neðan miðja deild.

Grótta tók forustuna í leiknum með marki á 36. mínútu frá Magnúsi Gíslasyni. Staðan var því 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar er ekki þekkt fyrir að gefast upp og á lokamínútum leiksins uppskáru þeir vítaspyrnu sem markamaskínan Þórður Birgisson skoraði úr og jafnaði leikinn fyrir KF. Lokatölur urðu því 1-1 og KF eru í 5. sæti eftir þessa umferð með 16 stig og stutt frá toppbaráttunni.

Næsti leikur KF er á móti Hamarsmönnum laugardaginn 14. júlí á Siglufjarðarvelli.