KF gerði jafntefli við Ægi

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Ægi í Þorlákshöfn í dag í 2. deild karla í knattspyrnu. Staðan var 0-0 í hálfleik en í lok síðari hálfleiks gerðu Ægismenn sjálfsmark og var KF því með 0-1 forystu þegar að 8 mínútur voru eftir að leiknum. Ægismenn gáfust ekki upp og skoruðu á 92. mínútu jöfnunarmarkið. Lokatölur 1-1 og svekkjandi fyrir KF að taka ekki öll þrjú stigin í þessum leik. Leikskýrslu KSÍ má sjá hér. KF hefur nú leikið 5 leiki í deildinni, gert tvö jafntefli og tapað þremur leikjum.

Fyrr í dag tapaði svo Tindastóll á Sauðárkróksvelli gegn ÍR, lokatölur þar 0-2.  Þá tapaði Dalvík/Reynir gegn KV á KR-vellinum í dag, lokatölur 3-1 fyrir KV.