KF gerði jafntefli og féll

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Ægir léku í fallbaráttuslag í 2. deild karla í dag. Ljóst var fyrir leikinn að KF þyrfti að vinna og önnur úrslit einnig að vera hagstæð. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins í lok fyrri hálfleiks, en á 35. mínútu missti Ægir leikmann að velli með rautt spjald og voru KF manni fleiri til leiksloka. KF gerðu allt sem þeir gátu og bættu í sóknina, en þeir fengu meðal annars vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik sem þeir nýttu ekki, en jöfnunarmarkið kom á 93. mínútu og var þar að verki markmaður og þjálfari KF, Halldór Ingvar Guðmundsson með sitt fyrsta mark í 127 leikjum fyrir meistaraflokk. Alls voru 8 gul spjöld og eitt rautt gefið í þessum mikla baráttuleik. Ljóst var í leikslok að KF væri fallið í 3. deild en aðeins tveir leikir eru eftir að mótinu.  Leikskýrsluna má lesa á vef KSÍ.