KF lék sinn annan leik í Norðurlandsmótinu í knattspyrnu í gær. Niðurstaðan var 2-2 jafntefli við Völsung sem spilar í 1. deild karla í knattspyrnu með KF í sumar.  KF byrjaði leikinn mun betur og komst yfir strax á 15. mínútu með marki frá Eggerti Kára Karlssyni með skalla eftir fyrirgjöf.  Fimm mínútum síðar fékk Völsungur víti sem þeim mistókst að nýta sér, en markmaður KF varði frá þeim.

Völsungur jafnaði svo á síðustu mínútu fyrri hálfleiks með marki frá Ásgeiri Sigurgeirssyni. Á 60. mínútu kemst KF aftur yfir með marki frá Kristni Þór Rósbergssyni, en boltinn fór af varnarmanni og inn, en KSÍ skráir markaði á hann. Þreyta í leikmönnum KF fór að gera vart við sig þegar að líða tók á seinni hálfleik og Völsungur komst meira inn í leikinn, þeir jöfnuðu svo leikinn á 86. mínútu með marki frá Eyþóri Traustasyni.

Næsti leikur KF er gegn KA laugardaginn 12. janúar.