KF gerði aðeins jafntefli við neðsta liðið

KF og KFR gerðu 3-3 jafntefli í dag á Hvolsvelli. KFR var fyrir leikinn í neðsta sæti 2. deildar karla í knattspyrnu. KF byrjaði vel og komst í 0-2 með mörkum frá Þórði og Agnari. Heimamenn bættu í og komust yfir í 3-2 með mörkum frá Helga Ármannssyni. KF jafnaði þó leikinn í 3-3 með marki frá Sigurbirni en þar við sat.  Einhverjir gerðu ráð fyrir öruggum sigri á neðsta liðinu, en svo var ekki í þessum leik. KF komst í 3. sætið á betri markatölu en HK sem á einnig leik til góða.

Leikmaður KF skall saman við markvörð KFR, Maciej Majewski, í leiknum og þurfti sá að fara á spítala en hann átti erfitt með að anda og blánaði upp og var með krampa um tíma.

Leikmaðurinn var fluttur á spítala þar sem kom í ljós að flísast hefði úr höfuðkúpunni. Læknar reikna með að maðurinn spili ekki meira í sumar. Hann verður á sjúkrahúsi í nótt og hugsanlega lengur.