Þróttur og KF keppa á Valbjarnarvelli í 1. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn kl. 15. Leikurinn er sannkallaður úrslitaleikur liðanna, en KF er í fallsæti, tveimur stigum á eftir Þrótti þegar að þrír leikir eru eftir af mótinu.

KF leikur svo heima gegn Grindavík og úti gegn Selfossi í lokaumferðinni. Þróttur  leikur úti gegn KA og heima gegn Víkingum í lokaumferðinni. Völsungur er þegar fallið, en liðið tapaði gegn KA í kvöld 0-6, en liðið hefur aðeins fengið 2 stig í deildinni.