KF gegn Dalvík í kvöld – 100 áhorfendur leyfðir

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur gegn Dalvík/Reyni í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn fer fram á Ólafsfjarðarvelli kl. 17:30. Það er enn 100 manna áhorfendatakmörkun og allir þurfa fylgja reglum. Fyrirkomulagið verður því eftirfarandi:
  • Ársmiðahafar ganga fyrir almennri miðasölu.
  • Ársmiðahafar verða að mæta ekki seinna en 10 mín fyrir leik ef það ætlar að nýta ársmiðann. MUNA EFTIR ÁRSMIÐANUM
  • Ársmiðahafar ganga inn á völlinn milli Vallarhús og MTR.
  • Almenn miðasala hefst 10. mín fyrir leik.
  • Fyrir Almenna miðasölu er gengið inn norðan megin frá barnaskólanum
  • Lokað er fyrir inngang við Dvalarheimilið Hornbrekku.
  • Leikurinn verður sýndur í beinni á Facebooksíðu KF.
  • Vallarhúsið verður lokað fyrir almenning og því ekki hægt að bjóða uppá klósett aðstöðu. Einnig verður sjoppan lokuð.