Lukkudísirnar voru ekki hjá KF í dag, liðið féll í 2. deild karla í knattspyrnu og tapaði stórt gegn sterku liði Grindavíkur sem á möguleika að komast upp um deild. Lokutölur urðu 0-7 fyrir Grindavík, en í fyrri hálfleik þá missti KF mann út af með rautt spjald. 121 áhorfendur voru á vellinum.

Grindavík skoraði fyrsta markið á 19. mínútu en á 37. mínútu fékk Eiríkur Ingi rautt spjald og heimamenn því einum manni færri. Á 39. mínútu skoraði Grindavík aftur og staðan 0-2. Á 42. mínútu var staðan 0-3 fyrir Grindavík og þannig var staðan í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu Grindavíkurmenn fjögur mörk, en Igor Stanojevic skoraði 4 mörk í leiknum.

Lokatölur 0-7 og eitt stærsta tap KF staðreynd og liðið leikur í 2. deild karla á næstu leiktíð. Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.