KF fékk leikmann frá Fylki

Knattspyrnumaðurinn Andri Már Hermannsson hefur verið lánaður til Knattspyrnufélags Fjallabyggðar frá úrvalsdeildarliði Fylkis.  Andri sem er fæddur árið 1993 hefur samtals leikið 21 deildar- og bikarleik með Fylki síðan hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2010.
Andri hefur leikið með U19 og U17 ára landsliðum Íslands.

Andri Már getur leikið sinn fyrsta leik með KF þegar liðið heimsækir Leikni Reykjavík í 1. deildinni á laugardag klukkan 16:00.

Heimild: www.kfbolti.is