KF fær 1.636.884 krónur frá KSÍ

KSÍ greiðir 200 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ vegna HM í Rússlandi. Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) nýtur góðs af þessu og fær greiddar 1.636.884 kr. Önnur lið á Norðurlandi fá einnig greiðslur.   Dalvík/Reynir fær 1.636.884 kr., Tindastóll fær 3.682.990 kr., KA fær 6.319.847 kr., Þór fær 5.501.432 kr., Völsungur fær 3.273.769 kr.

Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokks karla og kvenna í deildum sl. 2 ár, 2017 og 2018, en við úthlutun eftir EM 2016 var miðað við árin 2014-2016. Félögum er skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög í deildarkeppni, sem eru með unglingastarf og hins vegar félög sem ekki standa fyrir barna- og unglingastarfi.