KF enn ósigrað í Lengjubikarnum

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar(KF)  gjörsigraði Völsung frá Húsavík og urðu lokatölur 5-2 í Boganum á Akureyri í dag í eina leik helgarinnar í B deild Lengjubikars karla í knattspyrnu.  Þess má geta að herrakvöld Völsungs er haldið í kvöld,  spurning hvort það hafi haft truflandi áhrif á þeirra leik.

KF er eftir sigurinn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Völsungur er með þrjú stig eftir jafn marga leiki. Staðan í hálfleik var 1-3 fyrir KF.

Næsti leikur KF er útileikur gegn Fjarðabyggð á Reyðarfirði í Fjarðabyggðarhöllinni. Leikurinn fer fram þann 14. apríl klukkan 16.

Gangur leiksins:

Völsungur 2 – 5 KF
0-1 Þórður Birgisson (’14)
0-2 Kristján Vilhjálmson (’31)
1-2 Hafþór Mar Aðalgeirsson (’33)
1-3 Agnar Þór Sveinsson (’42)
1-4 Sigurbjörn Hafþórsson (’47)
2-4 Sindri Ingólfsson (’70)
2-5 Eiríkur Ingi Magnússon (’85)

Staðan í riðlinum:

Félag L U J T Mörk Net Stig
1 KF 3 3 0 0   13  –    3 10 9
2 Fjarðabyggð 3 2 0 1   4  –    4 0 6
3 Dalvík/Reynir 3 1 1 1   4  –    6 -2 4
4 Völsungur 3 1 0 2   5  –    8 -3 3
5 Magni 3 1 0 2   5  –    8 -3 3
6 Leiknir F. 3 0 1 2   4  –    6 -2 1