KF er enn í næst neðsta sæti 1. deildar karla eftir leik kvöldsins gegn BÍ/Bolungarvík á Ólafsfjarðarvelli. Leiknum lauk með 0-3 sigri gestanna í 17. umferðinni. KF er enn tveimur stigum á eftir  Þrótti sem töpuðu líka sínum leik. KF var yfir 0-1 í hálfleik með marki beint úr útsparki markmannsins. Tvö mörk komu svo seint í síðari hálfleik,  Gunnar Már skoraði á 78. mínútu og Ben Everson gerði út um leikinn á 88. mínútu. 0-3 loka tölur á Ólafsfjarðarvelli í kvöld.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.