Nú er úrslitakeppnin í Reycup knattspyrnumótinu hafin og keppti kvennalið KF/Dalvíkur í 3. flokki gegn Vestra í morgun í Safamýrinni í Reykjavík.

Leikurinn var um 1.-8. sæti. KF/Dalvík sigraði leikinn örugglega 2-0 og keppa því um 1.-4. sæti síðar í dag. Sá leikur verður gegn Austurlandi, sem sameiginlegt lið félaganna á Austurlandi.