Karlalið KF/Dalvíkur í 3. flokki drengja spilaði í dag gegn heimamönnum í Þrótti í Laugardalnum í úrslitakeppni B-liða í Reycup um sæti 1.-8. KF/Dalvík gerði sér lítið fyrir og vann leikinn 2-0 og leika nú um 1.-4. sætið á mótinu.
Frábær árangur hjá báðum liðunum frá KF/Dalvík á mótinu til þessa.
Lokadagur mótsins er á morgun, sunnudag.