Kvennalið KF/Dalvíkur í 3. flokki tapaði fyrir Austurlandi í leik um 1.-4. sæti í keppni B-liða, en leikurinn hófst kl. 18 í kvöld. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Austurland eftir baráttuleik.

 

Liðið leikur því á morgun um sæti 3.-4. gegn Val kl. 14:00 í Laugardalnum.

Karlaliðið leikur einnig gegn Val á morgun um 1.-4. sæti, en sigurvegarinn þar spilar um 1.-2. sætið en tapliðið leikur um 3.-4. sætið.

KF/Dalvík lýkur keppni á morgun, en liðunum hefur gengið vel á mótinu og verið heppin með veður flesta dagana.