Sameiginlegt lið KF og Dalvíkur fara með tvö lið á Reycup mótið í Reykjavík sem hefst á fimmtudagsmorgun með fyrstu leikjum og stendur fram yfir helgina.  Eins og undanfarin 11 ár mun Héðinsfjörður greina frá úrslitum og birta myndir af leikjum eins og hægt er.  KF/Dalvík sendir núna aðeins tvö lið í U-16 í drengja og stúlkna og keppa liðin í B-riðli.

Strákarnir hefja leik kl. 8 á fimmtudag gegn Þrótti og stelpurnar hefja leik gegn Fjölni kl. 10 sama dag.

Stelpurnar eru í riðli með Fjölni, Val og Þrótti. Strákarnir eru í riðli með Leikni, Val og Þrótti.

Allar myndasendingar frá foreldrum af keppendum og leikjum eru einnig vel þegnar og má senda á facebook eða á tölvupósti.