Karla- og kvennalið KF/Dalvíkur léku síðustu leiki sína á Reycup í Reykjavík í dag þegar úrslitakeppnin fór fram. KF/Dalvík sameinuðust með tvö lið í 4. flokki karla og kvenna og kepptu á móti B-liðum. Með réttu hefðu þessi lið átt að keppa með C-liðum en þar sem félögin voru ekki með A-lið í keppninni þá þurfti liðið að keppa með B-liðum, sem voru margir hverjir ójafnir leikir. Keppendur KF/Dalvík lögðu þó allt í sölurnar og fengu frábæra reynslu í að spila á heilum velli, spila í 11 manna liði og kynnast öðrum keppendum á mótinu.

Stelpurnar léku tvo leiki í dag um 13.-15. sæti á lokadegi mótsins. Liðið keppti við 4. flokk Hauka í morgun og tapaðist leikurinn 4-0 og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. KF/Dalvík stelpurnar sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og héldu boltanum betur á náðu ágætis sóknum. Haukar voru þó mun sterkari í fyrri hálfleik átti margar hættulegar sóknir. Eftir hádegið kepptu stelpurnar við Þór sem unnu leikinn 2-0.

Strákarnir í 4. flokki kepptu einn leik í dag við Gróttu-2 og úr varð mikill markaleikur en Grótta vann 3-7. Völlurinn var aðeins blautur eftir skúrir í nótt og dag og úr varð þessi markaveisla. Leikurinn var um 19.-20. sæti B-liða.

Allar myndir með fréttinni eru í eigu vefsins. Ljósmyndari: Magnús Rúnar Magnússon