KF dæmdur sigur gegn Augnablik

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Augnablik tefldi fram ölöglegu liði gegn Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar í leik í Lengjubikar meistaraflokks karla, sem fram fór 20. febrúar síðastliðinn. Úrslitum leiksins er því breytt, í samræmi við grein 40.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, og KF dæmdur 3-0 sigur.

Neðangreindir leikmenn léku ólöglega með Augnablik:

Sindri Þór Ingimarsson
Ísak Eyþór Guðlaugsson

Ástæðan er að tveir leikmenn liðsins voru skráðir í Breiðablik.

Í samræmi við ofangreinda reglugerð er Augnablik sektað um kr. 90.000.

Frá þessu var greint á vef KSÍ.