Nú liggja fyrir drög að Íslandsmóti 3. deildar karla í knattspyrnu og á KF útileik gegn KFG í fyrstu umferð mótsins þann 12. maí næstkomandi. Fyrsti heimaleikurinn verður gegn Augnabliki, laugardaginn 19. maí. Í þriðju umferð mætir KF Einverja á útivelli. Í lokaumferðinni verður sannkallaður nágrannaslagur þegar Dalvík/Reynir kemur í heimsókn á Ólafsfjarðarvöll. Alls eru þetta 18 umferðir og því mikilvægt að byrja mótið af krafti og ná strax í stig til að vera með í baráttunni um sæti í 2. deild.
Fram að Íslandsmótinu þá spilar KF í Lengjubikar, og eiga eftir að leika þrjá leiki þar og svo kemur bikarleikur gegn Nökkva á KA-vellinum 14. apríl.
KF hefur fengið til sín 9 leikmenn á þessu ári, fimm lánsmenn og fjórir gert félagskipti. Allt eru þetta ungir menn með mismikla reynslu í meistaraflokki. Þá hefur KF misst tvo unga leikmenn til Vals, þá Vitor Vieira og Val Reykjalín, og er það mikill missir fyrir félagið. Þá fór Jakob Snær til Þórs síðastliðið haust og þrír erlendir leikmenn fóru aftur til Serbíu og Króatíu.
KF endaði mótið í 5. sæti síðastliðið haust, með 9 sigra og 9 töp. Liðið var 7 stigum frá 2. sæti sem hefði tryggt þátttöku í 2. deild karla. Liðinu sárvantaði öflugan markaskorara en Ljubomir Delic gerði 6 mörk í 17 leikjum.