KF byrjar Íslandsmótið gegn Kára
KSÍ hefur birt drög af Íslandsmóti karla í knattpspyrnu í 2. deild. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mun mæta Kára á Akranesi á útivelli í 1. umferðinni, laugardaginn 8. maí. Útileikur gegn Reyni Sandgerði verður 15. maí í 2. umferð og loks heimaleikur gegn Leikni F. á Ólafsfjarðarvelli 21. maí.
Fyrsta umferð 2. deildar karla
Haukar – Reynir S.
Njarðvík – Þróttur V.
Kári – KF
ÍR – Leiknir F.
Fjarðabyggð – Völsungur
KV – Magni