KF auglýsir eftir þjálfurum yngri flokka

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur auglýst eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins og yfirþjálfara yngriflokka á heimasíðu félagsins, www.kfbolti.is . Tímabilið sem um ræður er 1. september 2013 til 31.ágúst 2014. Það er skilyrði að þjálfari sé með þjálfaramenntun frá KSÍ, reynslu af yngri flokka þjálfun og að þjálfari geti þjálfað milli klukkan 13:00 og 18:00 á virkum dögum.

KF er Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og gerir miklar kröfur til yngri flokka þjálfara félagsins. Félagið er í mikilli stefnumótavinnu og meistaraflokkur spilar í næst efstu deild karla í knattspyrnu.

Nánari upplýsingar veitir formaður barna-og unglingaráðs KF, Margrét  í síma 822-8522.  Skriflega umsókn skal senda á barnaogunglingaradkf@kfbolti.is, umsóknafrestur rennur út 15.ágúst 2013.

Heimild: www.kfbolti.is